Joachim Löw mun hætta sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar eftir fimmtán ár í starfi.
Hinn 61 árs gamli Löw var með samning til sumarsins 2022 en hann hefur nú óskað eftir að hætta eftir EM í sumar.
Löw tók við þýska landsliðinu árið 2006 og árið 2014 vann liðið HM undir hans stjórn.
Hinn 61 árs gamli Löw var með samning til sumarsins 2022 en hann hefur nú óskað eftir að hætta eftir EM í sumar.
Löw tók við þýska landsliðinu árið 2006 og árið 2014 vann liðið HM undir hans stjórn.
Þýskaland og Ísland eru saman í riðli í undankeppni HM 2022 og þau mætast í fyrsta leik keppninnar þann 25. mars næstkomandi. Löw verður á sínum stað þar.
Löw verður hins vegar hættur þegar Ísland fær Þýskaland í heimsókn á Laugardalsvöll þann 8. september.
Athugasemdir