Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 09. mars 2021 10:12
Magnús Már Einarsson
Löw hættir með þýska landsliðið í sumar - Mætir ekki á Laugardalsvöll
Joachim Löw mun hætta sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar eftir fimmtán ár í starfi.

Hinn 61 árs gamli Löw var með samning til sumarsins 2022 en hann hefur nú óskað eftir að hætta eftir EM í sumar.

Löw tók við þýska landsliðinu árið 2006 og árið 2014 vann liðið HM undir hans stjórn.

Þýskaland og Ísland eru saman í riðli í undankeppni HM 2022 og þau mætast í fyrsta leik keppninnar þann 25. mars næstkomandi. Löw verður á sínum stað þar.

Löw verður hins vegar hættur þegar Ísland fær Þýskaland í heimsókn á Laugardalsvöll þann 8. september.
Athugasemdir
banner