Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 11:53
Elvar Geir Magnússon
Góðar fréttir af Arnóri Ingva sem er í hópnum
Icelandair
Arnór Ingvi er klár í slaginn.
Arnór Ingvi er klár í slaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er í leikmannahópi Norrköping sem mætir Trelleborg í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag.

Arnór fór meiddur af velli í 3-0 sigri gegn Gais um síðustu helgi og Norrköping gaf lítið upp um stöðuna á honum.

En nú er ljóst að meiðsli Arnórs eru ekki alvarleg og hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn í dag, rétt eins og Ísak Andri Sigurgeirsson.

Arnór er 31 árs miðjumaður og á 63 landsleiki og 6 mörk fyrir íslenska landsliðið.

Á miðvikudaginn mun Arnar Gunnlaugsson opinbera sinn fyrsta landsliðshóp en 20. og 23. mars verður leikið gegn Kosóvó í einvígi um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner