Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 09. apríl 2018 18:15
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk: Þurfum að vera meiri töffarar
Icelandair
Sara æfir í Gundadal.
Sara æfir í Gundadal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum að við þurfum að hugsa um okkur sjálfar, við megum ekki einblína á þær," segir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir.

Á morgun klukkan 16 að íslenskum tíma er komið að næsta leik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni HM. Þá mæta stelpurnar frænkum sínum frá Færeyjum í Þórshöfn en leikurinn verður 16:00 að íslenskum tíma.

Búast má við ójöfnum leik enda Ísland með miklu betra kvennalandslið en Færeyjar.

„Við getum ekki búist við því að skora aftur átta mörk á móti þeim. Ég held að þær séu staðráðnar í því að tapa ekki svona stórt."

Hvað þarf íslenska liðið að gera betur en á móti Slóveníu?

„Fyrst og fremst að nýta færin betur og vera með aðeins meira sjálfstraust. Þrátt fyrir að hafa verið með leikinn gegn Slóveníu í höndunum vorum við samt eitthvað stressaðar. Við þurfum að vera meiri töffarar."

Sara býst við því að færeyska liðið muni pakka í vörn á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner