Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Pogba til Man City? - „Ég myndi ekki koma nálægt honum"
Carragher er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að Paul Pogba fari til Manchester City
Carragher er ekki hrifinn að þeirri hugmynd að Paul Pogba fari til Manchester City
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola. stjóri Manchester City, ætti að halda sig eins langt frá Paul Pogba og hann mögulega getur en Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gaf honum þessi ráð í gær.

Það birtust fregnir af því í gær að Manchester City hefði mikinn áhuga á að fá Pogba á frjálsri sölu frá nágrönnum þeirra í Manchester United í sumar og að föruneyti leikmannsins hefði rætt við félagið.

Það eru sáralitlar líkur á því að hann framlengi við United en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid, Paris Saint-Germain og Juventus.

Carragher ræddi þessar fregnir við Jamie Redknapp og Micah Richards á Sky í gær en þeir sögðu að þetta væri svakaleg skipti fyrir City og að hann myndi gera góða hluti undir stjórn Guardiola en Carragher var langt frá því að vera sammála.

„Ég myndi ekki koma nálægt honum. Hann leggur ekki jafn hart að sér og hinir leikmennirnir. Hann leggur ekki mikla vinnu í þetta," sagði Carragher á Sky.

„Ég spilaði fyrir fimm eða sex þjálfara. Það skipti engu máli hver var að þjálfa. Nú eru sex ár síðan Pogba kom til United og við erum enn að tala um hvar sé besta að spila honum. Ég meina í alvöru? Ég veit ekki hvernig við erum enn að tala um það, fimm eða sex árum seinna, hvernig það sé hægt að ná því besta úr honum."

„Ef Pep gæti náð því besta úr honum, þá yrði það náttúrlega frábært, því það er enginn vafi á því að hann er með hæfileika og enginn hefur efast það. En þegar þú sérð leikmennina sem City er með, skapandi leikmenn. Phil Foden, Bernardo Silva og þessir leikmenn sem eru frábærir og hætta ekki að vinna fyrir liðið og hlaupa frá fyrstu mínútu og fram að þeirri síðustu. Það er það sem gerir City að liðinu sem það er í dag. Þetta er frábært lið, með frábæran þjálfara og geggjaðir einstaklingar,"
sagði Carragher.

Jamie Redknapp og Micah Richards voru ekki sammála Carragher og töldu að hlutirnir myndu breytast undir stjórn Guardiola.

„Já okei, þannig hann byrjar bara að leggja sig fram núna? Af hverju gerði hann það ekki með Man Utd?"

„Reyndu að ná því besta úr sjálfum þér. Af hverju þarftu þjálfara til að ná því besta úr þér? Hann hefur verið fjóra mismunandi þjálfara og verið þarna í sex ár!"

„Hann leggur ekki nógu hart að sér. Liðin hans Guardiola hlaupa út um allan völl og hætta ekki að vinna. Hann gæti gert þetta en hann vill það ekki. Ég er ekki að segja að hann hafi ekkert til brunns að bera en hann bara leggur ekki nóg á sig til að spila fyrir liðið hans Guardiola."

Athugasemdir
banner
banner
banner