
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, er ekki alveg 100% heill en hann er að glíma við meiðsli. Hann æfir þó með liðinu á Laugardalsvelli nú í hádeginu og vonast að sjálfsögðu til að vera klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudag.
„Ég er þokkalegur en þetta kemur betur í ljós í dag. Það eru enn þrír-fjórir dagar í leik. Ég er aumur en þetta lítur betur út. Ég er mjög jákvæður á að ná leiknum á föstudag," sagði Ari við Fótbolta.net.
Hann fékk þungt högg á rifbeinin í leik OB gegn Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudag en verður vonandi með á föstudag.
„Þetta er stórleikur og fullt hús eins og vanalega. Tékkar eru vel skipulagðir og með góða liðsheild."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir