Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 16:15
Elvar Geir Magnússon
Mbappe vildi ekki gefa á Giroud
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: EPA
Frakkar eru taldir sigurstranglegir á EM alls staðar en ekki vantar stjörnurnar í lið Didier Deschamps. Það er hægara sagt en gert að stilla upp byrjunarliðinu.

Samkeppnin innan liðsins er mikil og í gær vannst 3-0 sigur gegn Búlgaríu í vináttulandsleik.

Olivier Giroud kom af bekknum og skoraði tvívegis en hann er nú kominn með 46 landsliðsmörk og er aðeins fimm mörkum frá þeim markahæsta í sögu franska landsliðsins, Thierry Henry.

Franskir fjölmiðlar fjalla um að áberandi hafi verið Kylian Mbappe hafi ekki viljað senda á Giroud í leiknum.

„Stundum tekur maður hlaup og boltinn kemur ekki til þín, kannski gátum við fundið hvorn annan betur," sagði Giroud eftir leikinn og talið er að hann hafi verið að beina orðum sínum að Mbappe.

Giroud er í harðri samkeppni við Karim Benzema um sæti í liðinu en Benzema er kominn aftur í hópinn eftir fjarveru í nokkurn tíma. Benzema meiddist í leiknum í gær.

Johan Micoud, fyrrum landsliðsþjálfari Frakka, gagnrýnir Mbappe fyrir hegðun og hugarfar.

„Þetta var vandræðalegt, líka eftir að hann kom af velli. Liðið hefur bara fengið tvo undirbúningsleiki og það hefur gengið vel. Svo kemur hann af velli og lætur eins og liðið hafi taoað 4-0. Vonbrigði hans... þetta snýst ekki alltaf bara um þig," segir Micoud.

Frakkar þurfa að þjappa sér saman fyrir EM alls staðar en liðið er í dauðariðli mótsins með Evrópumeisturum Portúgal, Þýskalandi og Ungverjalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner