Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. júní 2022 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlega lélegt gegn versta landsliði í heimi
Marcello Mularoni og Albert Guðmundsson í baráttunni.
Marcello Mularoni og Albert Guðmundsson í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson skoraði eina markið.
Aron Elís Þrándarson skoraði eina markið.
Mynd: Getty Images
San Marínó 0 - 1 Ísland
0-1 Aron Elís Þrándarson ('11 )
Lestu um leikinn

Jæja, þá er Ísland búið að bæta San Marínó í safnið yfir sigurleiki síðustu 18 mánuðina.

Íslenska landsliðið mætti San Marínó - slakasta landsliði veraldar - í kvöld og vann þar nauman sigur í vináttulandsleik. Það má segja að okkar menn hafi verið nokkuð heppnir að landa sigrinum því San Marínó fékk dauðafæri til að skora í seinni hálfleik.

Aron Elís Þrándarson, fyrirliði Íslands í dag, skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. „Heimamenn hreinsa út úr teignum en beint á Aron Þrándar sem á hnitmiðað skot í hornið og markvörðurinn kemur ekki vörnum við," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Frammistaða Íslands í þessum leik var ótrúlega léleg miðað við það hversu slakur andstæðingurinn er. Lið Íslands er ekki reynslumikið en það er engin afsökun fyrir þennan leik. Það gerði enginn leikmaður neitt til að sanna sig fyrir komandi átök.

Það vakti athygli hversu lengi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var að gera skiptingar. Hann beið þangað til á 70. mínútu fyrir fyrstu skiptingar og gerði svo þrefalda skiptingu á 87. mínútu.

Núna hefur Ísland unnið sigra gegn Færeyjum, Liechtenstein og San Marínó - þremur af slökustu liðum Evrópu - síðan Arnar Þór tók við liðinu fyrir einu og hálfu ári. Aðrir leikir hafa ekki unnist. Liðið hefur auðvitað gengið í gegnum talsverðar breytingar, en það var allavega ekki mikið jákvætt við frammistöðuna í kvöld.

Næsti leikur er gegn Ísrael í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner