Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 09. júní 2023 14:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ahmad Faqa valinn í landsliðsverkefni
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
HK setti inn færslu í dag á samfélagsmiðlum þess efnis að Ahmad Faqa hefði verið boðaður í landsliðsverkefni.

Faqa hefur verið valinn í U20 landslið Svía sem spilar æfingaleik á móti U23 landsliði Liechtenstein næsta fimmtudag. Samkvæmt Transfermarkt hefur Faqa ekki spilað yngri landsleik til þessa.

Framundan er landsleikjahlé, það hefst eftir að 11. umferð Bestu deildarinnar klárast á sunnudagskvöld. HK mætir Val klukkan 17:00 í Kórnum.

Faqa er tvítugur varnarmaður sem er á láni frá AIK út tímabilið á Íslandi. Hann hefur byrjað sjö síðustu leiki leiki HK í deildinni.

Hann er fæddur í Sýrlandi og er bæði með sænskan og sýrlenskan ríkisborgararétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner