Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. júní 2023 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glazer fjölskyldan hefur beðið eigendur PSG að ræða við Sjeik Jassim
Mynd: Jassim Bin Hamad Al Thani

Sjeik Jassim og Sir Jim Ratcliffe berjast um að kaupa Manchester United af Glazer fjölskyldunni en fjölskyldan er sögð ósammála um hver skuli eignast félagið.


Greint er frá því að Glazer fjölsykldan vilji fá 6 milljarða punda fyrir félagið en Sjeik Jassim hafi boðið fimm miljarða.

The Athletic greinir frá því að Glazer fjölskyldan hafi haft samband við Nasser Al-Khelaifi forseta PSG til að sannfæra Jassim að hækka tilboðið sitt.

Þá segir Sky Sports frá því að Al-Khelaifi hafi einnig verið í samskiptum við Raine Group sem er með yfirumsjón yfir eigendaskiptunum. Það hafi þó aðeins verið til að fá ráð. Þá er Jassim sagður hafa verið í sambandi við Al-Khelaifi áður í ferlinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner