Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Jóhann Kristinn: Yngri flokka mistök sem eru að endurtaka sig
Einar Guðna: Þetta var flottur leikur
Thelma Lóa: Þrenna, stoðsending en var ókunnugt um gula spjaldið
Nik Chamberlain: Þetta var geggjaður leikur
Guðni Eiríks: Það er eitthvað í blóðinu hjá Hemma og Rögnu Lóu
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
   mán 09. júní 2025 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara á Avis vellinum í kvöld þegar sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Njarðvík

„Svekktur. Ég hefði viljað taka þrjú stigin hérna ef ég á að segja alveg eins og er" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. 

„Mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjörlega eign okkar. Þeir fá þetta mark hérna í seinni hálfleik þegar boltinn fer í gegnum [varnar]múrinn eða eitthvað. Menn hoppa of hátt eða ég veit það ekki" 

„Í opnum leik þá var ekkert að frétta nema alveg í lokin þegar þeir sluppu í 1v1 hérna í lokin. Grjóni [Sigurjón Már] gerir vel og Aron ver frá einum manninum þeirra. Það var eftir að við vorum að reyna ná í þetta jöfnunarmark sem við náðum svo seinna" 

„Það kom ekkert frá þeim í seinni hálfleik og mér fannst við gjörsamlega vera með tökin á þessu. Við hefðum klárlega átt að ná í eitt, tvö í viðbót fannst mér en þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta og við spiluðum virkilega vel á móti frábæru Þróttaraliði við frábærar aðstæður" 

Það myndaðist smá fjaðrafok eftir leik þar sem mönnum lenti saman og misgáfuleg orð voru látin falla.

„Leiðinlegt atvik. Tvö góð lið búin að spila hörku fótbolta og allir sáu það að bæði lið voru að gefa allt í þetta. Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir" 

„Það myndast eitthvað kaos út úr því náttúrulega þar sem að mínir menn heyrðu þetta margir og þeir eru alls ekki sáttir með það að það sé verið að segja einhverja svona hluti á Íslandi finnst mér og á þessum stað hjá Þrótti. Auðvitað fóru þeir bara að reyna aðstoða hann í þessu og reyna að koma einhverri ró á þetta útaf því að þetta á bara ekki að gerast í fótbolta hvort sem það sé á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 16 9 7 0 38 - 15 +23 34
2.    ÍR 16 9 6 1 30 - 15 +15 33
3.    Þór 16 9 3 4 36 - 23 +13 30
4.    HK 16 9 3 4 29 - 18 +11 30
5.    Þróttur R. 16 8 5 3 30 - 25 +5 29
6.    Keflavík 16 7 4 5 34 - 27 +7 25
7.    Völsungur 16 5 4 7 27 - 33 -6 19
8.    Grindavík 16 5 2 9 32 - 44 -12 17
9.    Selfoss 16 4 1 11 16 - 32 -16 13
10.    Fjölnir 16 2 6 8 25 - 39 -14 12
11.    Fylkir 16 2 5 9 21 - 28 -7 11
12.    Leiknir R. 16 2 4 10 15 - 34 -19 10
Athugasemdir
banner