Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mán 09. júní 2025 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara á Avis vellinum í kvöld þegar sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Njarðvík

„Svekktur. Ég hefði viljað taka þrjú stigin hérna ef ég á að segja alveg eins og er" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. 

„Mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjörlega eign okkar. Þeir fá þetta mark hérna í seinni hálfleik þegar boltinn fer í gegnum [varnar]múrinn eða eitthvað. Menn hoppa of hátt eða ég veit það ekki" 

„Í opnum leik þá var ekkert að frétta nema alveg í lokin þegar þeir sluppu í 1v1 hérna í lokin. Grjóni [Sigurjón Már] gerir vel og Aron ver frá einum manninum þeirra. Það var eftir að við vorum að reyna ná í þetta jöfnunarmark sem við náðum svo seinna" 

„Það kom ekkert frá þeim í seinni hálfleik og mér fannst við gjörsamlega vera með tökin á þessu. Við hefðum klárlega átt að ná í eitt, tvö í viðbót fannst mér en þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta og við spiluðum virkilega vel á móti frábæru Þróttaraliði við frábærar aðstæður" 

Það myndaðist smá fjaðrafok eftir leik þar sem mönnum lenti saman og misgáfuleg orð voru látin falla.

„Leiðinlegt atvik. Tvö góð lið búin að spila hörku fótbolta og allir sáu það að bæði lið voru að gefa allt í þetta. Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir" 

„Það myndast eitthvað kaos út úr því náttúrulega þar sem að mínir menn heyrðu þetta margir og þeir eru alls ekki sáttir með það að það sé verið að segja einhverja svona hluti á Íslandi finnst mér og á þessum stað hjá Þrótti. Auðvitað fóru þeir bara að reyna aðstoða hann í þessu og reyna að koma einhverri ró á þetta útaf því að þetta á bara ekki að gerast í fótbolta hvort sem það sé á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner