Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
banner
   mán 09. júní 2025 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara á Avis vellinum í kvöld þegar sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Njarðvík

„Svekktur. Ég hefði viljað taka þrjú stigin hérna ef ég á að segja alveg eins og er" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. 

„Mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjörlega eign okkar. Þeir fá þetta mark hérna í seinni hálfleik þegar boltinn fer í gegnum [varnar]múrinn eða eitthvað. Menn hoppa of hátt eða ég veit það ekki" 

„Í opnum leik þá var ekkert að frétta nema alveg í lokin þegar þeir sluppu í 1v1 hérna í lokin. Grjóni [Sigurjón Már] gerir vel og Aron ver frá einum manninum þeirra. Það var eftir að við vorum að reyna ná í þetta jöfnunarmark sem við náðum svo seinna" 

„Það kom ekkert frá þeim í seinni hálfleik og mér fannst við gjörsamlega vera með tökin á þessu. Við hefðum klárlega átt að ná í eitt, tvö í viðbót fannst mér en þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta og við spiluðum virkilega vel á móti frábæru Þróttaraliði við frábærar aðstæður" 

Það myndaðist smá fjaðrafok eftir leik þar sem mönnum lenti saman og misgáfuleg orð voru látin falla.

„Leiðinlegt atvik. Tvö góð lið búin að spila hörku fótbolta og allir sáu það að bæði lið voru að gefa allt í þetta. Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir" 

„Það myndast eitthvað kaos út úr því náttúrulega þar sem að mínir menn heyrðu þetta margir og þeir eru alls ekki sáttir með það að það sé verið að segja einhverja svona hluti á Íslandi finnst mér og á þessum stað hjá Þrótti. Auðvitað fóru þeir bara að reyna aðstoða hann í þessu og reyna að koma einhverri ró á þetta útaf því að þetta á bara ekki að gerast í fótbolta hvort sem það sé á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir