Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 09. júní 2025 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara á Avis vellinum í kvöld þegar sjöunda umferð Lengjudeildarinnar fór fram.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Njarðvík

„Svekktur. Ég hefði viljað taka þrjú stigin hérna ef ég á að segja alveg eins og er" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leik. 

„Mér fannst seinni hálfleikurinn vera algjörlega eign okkar. Þeir fá þetta mark hérna í seinni hálfleik þegar boltinn fer í gegnum [varnar]múrinn eða eitthvað. Menn hoppa of hátt eða ég veit það ekki" 

„Í opnum leik þá var ekkert að frétta nema alveg í lokin þegar þeir sluppu í 1v1 hérna í lokin. Grjóni [Sigurjón Már] gerir vel og Aron ver frá einum manninum þeirra. Það var eftir að við vorum að reyna ná í þetta jöfnunarmark sem við náðum svo seinna" 

„Það kom ekkert frá þeim í seinni hálfleik og mér fannst við gjörsamlega vera með tökin á þessu. Við hefðum klárlega átt að ná í eitt, tvö í viðbót fannst mér en þeir gáfu gjörsamlega allt í þetta og við spiluðum virkilega vel á móti frábæru Þróttaraliði við frábærar aðstæður" 

Það myndaðist smá fjaðrafok eftir leik þar sem mönnum lenti saman og misgáfuleg orð voru látin falla.

„Leiðinlegt atvik. Tvö góð lið búin að spila hörku fótbolta og allir sáu það að bæði lið voru að gefa allt í þetta. Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir" 

„Það myndast eitthvað kaos út úr því náttúrulega þar sem að mínir menn heyrðu þetta margir og þeir eru alls ekki sáttir með það að það sé verið að segja einhverja svona hluti á Íslandi finnst mér og á þessum stað hjá Þrótti. Auðvitað fóru þeir bara að reyna aðstoða hann í þessu og reyna að koma einhverri ró á þetta útaf því að þetta á bara ekki að gerast í fótbolta hvort sem það sé á Íslandi eða einhverstaðar annarstaðar" 


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner