Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild kvenna: Fyrsti sigur Hamars - Birgitta með fimmu
Fyrsti sigur Hamars!
Fyrsti sigur Hamars!
Mynd: Hamar
Birgitta skoraði fimm mörk í kvöld!
Birgitta skoraði fimm mörk í kvöld!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fóru í kvöld fram í 2. deild kvenna. Leikið var í Kórnum, Grindavík og á Grýluvelli í Hveragerði.

Hamar sigraði Sindra í kvöld og er það fyrsti sigur Hamars í deildinni í sumar og þar með sá fyrsti í sögunni því liðið var stofnað fyrir þessa leiktíð. Sindri komst í tvígang yfir en heimakonur komu til baka og unnu 4-2 sigur. Markaskorara má sjá hér að neðan.

Í Grindavík unnu heimakonur 6-0 stórsigur gegn Áftanesi þar sem Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði fimm mörk. Að lokum sigraði HK lið ÍR, 3-0, í Kórnum. HK er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Hamar 4 - 2 Sindri
0-1 Bilyana Pencheva ('17)
1-1 Karen Inga Bergsdóttir ('41)
1-2 Inga Kristín Aðalsteinsdóttir ('48)
2-2 Íris Sverrisdóttir ('60)
3-2 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('69)
4-2 Kolbrún Ýr Kalrsdóttir ('81)

Grindavík 6 - 0 Álftanes
Birgitta Hallgrímsdóttir x5
Una Rós Unnarsdóttir

HK 3 - 0 ÍR
1-0 Karen Sturludóttir ('59)
2-0 Lára Hallgrímsdóttir ('74)
3-0 Emma Sól Aradóttir ('78)
Athugasemdir
banner