Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 19:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Mikael Neville danskur meistari með Midtjylland
Mikael fiskaði víti í kvöld
Mikael Neville fiskaði víti í kvöld.
Mikael Neville fiskaði víti í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland 3 - 1 FC Kaupmannahöfn

Midtjylland er danskur meistari eftir 3-1 heimasigur á FCK. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og lék fyrstu 80 mínútur leiksins. Ragnar Sigurðsson lék fyrstu 27 mínúturnar með FCK en þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Fjórar umferðir eru eftir af dönsku deildinni en forskot Midtjylland er sautján stig og því er ekki möguleiki fyrir FCK, sem er í 2. sætinu, að ná toppliðinu.

FCK leiddi 0-1 í hálfleik en heimamenn jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu á 63. mínútu. Það var Mikael Neville sem fiskaði vítið. 2-1 markið kom á 79. mínútu og á 82. mínútu var sigurinn svo innsiglaður.

Mikael er 22 ára miðjumaður sem lék árið 2018 sinn fyrsta A-landsleik. Alls hefur hann leikið fimm A-landsleiki. Mikael hefur verið í stóru hlutverki hjá Midtjylland á þessari leiktíð og var í byrjunarliðinu í síðustu fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins.

Midtjylland fer í forkeppni Meistaradeildarinnar sem danskur meistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner