Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America - Argentína og Brasilía seint á laugardagskvöld
Messi þráir að vinna Copa America, hann hefur þrisvar sinnum tapað í úrslitaleik keppninnar.
Messi þráir að vinna Copa America, hann hefur þrisvar sinnum tapað í úrslitaleik keppninnar.
Mynd: EPA
Tvær af skemmtilegri knattspyrnuþjóðum heims mætast í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins, Copa America, á laugardagskvöldið (aðfaranótt sunnudags).

Argentína mætir þar Brasilíu í úrslitum eftir skemmtilegt mót, en Lionel Messi og félagar slógu Kólumbíu út í undanúrslitum í vikunni eftir vítaspyrnukeppni.

Argentína og Brasilía hafa verið langbestu lið keppninnar og verðskulda að mætast í úrslitaleiknum. Úrúgvæ er sigursælasta þjóð Copa America með fimmtán titla, Argentína er með fjórtán en Brasilía níu.

Brasilíu hefur vegnað vel gegn Argentínu í úrslitaleikjum Copa America og vann úrslitaleikina gegn þeim 2004 og 2007.

í kvöld:
Úrslitaleikur um 3. sæti
00:00 Kólumbía - Perú

Annað kvöld:
Úrslitaleikur
00:00 Argentína - Brasilía (aðfaranótt sunnudags)
Athugasemdir
banner
banner
banner