Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus telur sig hafa fundið sinn Zidane/Guardiola
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Sarri hentaði ekki Juventus.
Sarri hentaði ekki Juventus.
Mynd: Getty Images
Pirlo er ekki reyndur þjálfari en Juventus hefur trú á honum.
Pirlo er ekki reyndur þjálfari en Juventus hefur trú á honum.
Mynd: Getty Images
Ráðning Ítalíumeistara Juventus á nýjum þjálfara hefur vakið mikla athygli.

Félagið rak Maurizio Sarri eftir slæma útkomu í Meistaradeildinni þar sem félagið féll úr leik gegn Lyon í 16-liða úrslitum. Sarri vann ítölsku úrvalsdeildina en fyrir Juventus er það ekki nóg.

Í staðinn fyrir Sarri er tekinn við fyrrum leikmaður félagsins, fyrrum miðjumaðurinn Andrea Pirlo. Það er athyglisvert í ljósi þess að Pirlo hefur enga reynslu af þjálfun eða knattspyrnustjórnun. Hann tók við U23 liði Juventus í lok júlí og átti það að vera hans fyrsta þjálfarastarf. Hann fékk hins vegar bara stöðuhækkun um leið og er kominn með mikla pressu á herðar sér.

James Horncastle, sérfræðingur The Athletic um ítalska boltann, skrifar í dag grein um það af hverju Pirlo var ráðinn.

Þegar Pirlo var kynntur sem þjálfari U23 liðsins í síðasta mánuði sagði forsetinn, Andrea Agnelli, að vonast væri eftir því að fyrrum miðjumaðurinn myndi feta í fótspor annarra þjálfara. Þeir þjálfarar sem hann var að tala um eru Pep Guardiola og Zinedine Zidane, fyrrum leikmenn sem byrjuðu á að þjálfa B-lið félaga sinna og tóku svo við aðalliðunum. Zidane tók við Real Madrid og Guardiola við Barcelona. Báðir hafa þeir náð mögnuðum árangri í sínu starfi.

Það var augljóst þegar Pirlo var kynntur til leiks að hann naut mikils stuðnings frá stjórnendum, meiri stuðnings en stjóri aðalliðsins.

Agnelli hefur talað um það að liðið þurfi að koma til baka á næsta tímabili með meiri eldmóð og kraft. Juventus tapaði eldmóðnum síðastliðið ár, ákveðinn hópur innan búningsklefans var ósáttur og hélt því fram að með Sarri, þá kæmi þessi eldmóður ekki til baka. Juventus þurfti að bregðast fljótt við enda stutt í næsta tímabil.

Aldurinn er hansi hár í leikmannahópi Juventus og það þarf að yngja hann hóp. Sú vinna er nú þegar hafin með komu leikmanna eins og Matthijs de Ligt, Merih Demiral, Rodrigo Bentancur, Dejan Kulusevski og Arthur.

Svo skrifar Horncastle: „Ástæðan fyrir stöðuhækkun Pirlo gildir eins og hjá aðalliðinu og U23 liðinu. Grundvallaratriðin eru þau að hann veit hvað það þýðir að spila í þessum litum og hvers ætlast er til af þeim sem spila fyrir gömlu frúnna. Sarri hins vegar, var ekki alltaf á sömu bylgjulengd. Hann leit á það að vinna Meistaradeildina sem draum. Kannski er erfiðara fyrir hann að sjá það fyrir sér en Pirlo, sem hefur unnið hana nokkrum sinnum áður. Juventus getur ekki litið á það að vinna Meistaradeildina sem fjarlægan draum."

Fram kemur hjá Corriere dello Sport að margir leikmenn hafi verið orðnir pirraðir á Sarri, þó hann hafi átt sína bandamenn eins og Miralem Pjanic og Paulo Dybala.. Cristiano Ronaldo var orðinn pirraður á því þegar Sarri sagði við honum að taka ekki meira en tvær snertingar á æfingum og Douglas Costa, brasilíski kantmaðurinn, fannst það ergjandi að Sarri skyldi reykja nálægt búningsklefanum. Í þeirri grein kemur fram að Sarri hafi einfaldlega ekki náð nægilega vel til hópsins. Þetta var ekki samstarf sem gekk upp.

Sarri virtist ekki líta nægilega stórt á Juventus, en Pirlo mun ekki gera sömu mistök. Það eyðileggur ekki fyrir að Pirlo lítur á Juventus sem lífstíl, ekki bara knattspyrnufélag. Sarri vildi ekki ganga í jakkafötum eins og félagið vill að þjálfarar liðsins geri. Pirlo mun klárlega gera það, þó það hafi ekki spilað mikið inn í ákvarðanartöku félagsins.

„Ég veit nú þegar hvernig ég vil spila. Með boltann við fæturnar og alltaf þrá til að sigra," segir Pirlo. Það er músík í eyru stjórnarmanna Juventus.

Það felst mikið hugrekki í því að gefa óreyndum þjálfara svona stórt starf. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort innsæi Ítalíumeistarana er rétt og að Pirlo verði þeirra Zidane og Guardiola.

Smelltu hérna til að lesa grein The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner