Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 09. ágúst 2020 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán beðinn um taka skóna fram 45 ára gamall
Stefán Þór Þórðarson.
Stefán Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Hinn 45 ára gamli Stefán Þór Þórðarson er að íhuga að taka fram fótboltaskóna á nýjan leik.

Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum og Morgunblaðið vakti athygli á þessum tíðindum.

Varalið Norrköping, IF Sylvia, vill fá Stefán til að taka fram skóna. Stefán er fyrrum leikmaður Norrköping og sonur hans, Oliver, er á mála hjá félaginu.

„Það er satt að þau báðu mig um að spila. Ég er að hugsa málið," sagði Stefán í samtali við staðarmiðilinn Norr­köp­ings Tidningar.

„Ég fæ kannski að sitja á bekknum og koma inn á," segir Stefán sem kveðst vera í fínu formi.

Þessi fyrrum sóknarmaður spilaði síðast fótbolta árið 2011 með ÍA en hann kom víða við á ferli sínum og spilaði meðal annars sex A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner