Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær eru bara að ganga upp um deild með vinstri"
Lengjudeildin
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar.
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar rúmur þriðjungur er búinn af Lengjudeild kvenna er Keflavík á toppnum með 17 stig, einu stigi meira en Tindastóll.

Deildin var til umfjöllunar í síðasta þætti af Heimavellinum. Knattspyrnuþjálfararnir Aníta Lísa Svansdóttir og Gylfi Tryggvason mættu í heimsókn í þættinum og ræddu við Mist Rúnarsdóttur. Þau Aníta og Gylfi eru sammála um það að Keflavík fari upp úr þessari deild.

„Þær fara mjög vel af stað og ekkert óvænt í gangi þar," sagði Aníta Lísa.

„Ég átta mig ekki á því hvernig var ekki hægt að spá þeim fyrsta sætinu. Þær eru algjört yfirburðarlið í þessari deild. Þær eru ekki einu sinni búnar að vera eitthvað frábærar en þær eru bara að ganga upp um deild með vinstri," sagði Gylfi.

„Það er 100 prósent og ég segi ekki 100 prósent oft. Þetta er eins gefið og það gerist með Keflavík."

Tindastóll er í öðru sæti eins og er. „Ég held að Haukar og Tindastóll berjist um hitt sætið um að fara upp. Tindastóll voru töluvert líklegri fyrir Haukaleikinn, en svo kom þessi leikur. Þær gerðu ekkert í leiknum."

„Það væri gaman að fá þær upp, mig langar að sjá Tindastól í Pepsi Max-deildinni. Mér finnst það ótrúlega spennandi hugsun. Hvað er langt síðan Tindstóll átti lið í efstu deild? Ímyndið ykkur stemninguna á Sauðárkróki. Það væri gaman að þessu," sagði Gylfi.

Umræðuna má hlusta á hér að neðan.
Heimavöllurinn - Uppgjör á fyrsta þriðjungi Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner