Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. september 2019 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Allir geta tekið þátt á æfingunni í Elbasan
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fer senn að hefjast landsliðsæfing í Elbasan í Albaníu. Síðasta æfingin fyrir leik á morgun.

Blaðamannafundur Erik Hamren og Arons Einars Gunnarssonar var að klárast.

Þar tilkynnti Hamren að allir leikmenn liðsins væru klárir fyrir æfinguna og ættu því að geta spilað með á morgun. Leikmenn hefðu fengið högg gegn Moldóvu, en ekkert alvarlegt. Gleðitíðindi!

Það má þó væntanlega búast við einhverjum breytingum frá 3-0 sigrinum gegn Moldóvu.

Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma annað kvöld. Fótbolti.net er með teymi í Albaníu og verður textalýsing frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner