mán 09. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta landsliðsmark Immobile í tvö ár
Ciro Immobile fagnar marki sínu gegn Finnlandi
Ciro Immobile fagnar marki sínu gegn Finnlandi
Mynd: EPA
Ciro Immobile, framherji ítalska landsliðsins, skoraði fyrsta mark sitt fyrir Ítalíu í tvö ár er hann skoraði 2-1 sigrinum á Finnlandi í gær.

Immobile er 29 ára gamall og hefur verið einn besti framherji Ítalíu síðustu ár en hann skoraði 41 mark fyrir Lazio tímabilið 2017-2018 og svo gerði hann 19 mörk á síðustu leiktíð.

Síðustu tvö ár hafa þó verið erfið þegar hann spilar með ítalska landsliðinu en hann skoraði í 1-0 sigri á Ísrael þann 5. september árið 2017 en skoraði svo ekki í tíu landsleikjum eftir það.

Hann skoraði þó fyrir Ítalíu gegn Finnlandi í gær er Ítalía vann 2-1 og var því þungu fargi af honum létt.

„Þetta var að hafa mikil áhrif á mig að skora ekki fyrir landsliðið og það hefur margt verið skrifað um mig síðustu tvö árin en ég var rólegur og vissi að þetta myndi detta inn á endanum," sagði Immobile við RAI Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner