

Jóhannes Karl þjálfari KR í Lengjudeild kvenna var sáttur í viðtali eftir 0-3 sigur á Gróttu, með sigrinum tryggði KR sér deildarmeistaratitil í Lengjudeild kvenna 2021.
"Bara frábært og léttir að þetta sé búið."
"Bara frábært og léttir að þetta sé búið."
Lestu um leikinn: Grótta 0 - 3 KR
Jóhannes var spurður út í hvar mótið hafi unnist í sumar,
"Það er kanski svolítið erfitt að benda á einn punktaf því að við í rauninni lendum í því að missa mikið af leikmönnum í lok júlí, byrjun ágúst. Vendipunkturinn mögulega fyrir okkur er eftir Grindavíkurleikinn þegar við komum niður í þriðja sætið eftir að við gerðum 3-3 í Grindavík. Að koma til baka og ná að þjappa okkur saman, setja okkur markmið og klára síðustu fjóra leikina með markatöluna 14-0 held ég, búin að halda hreinu fjóra í röð. Það var kannski, við gátum rætt það þetta var enþá í okkar höndum að fara upp, það var í rauninni ekki í okkar höndum að vinna endilega deildina. En það var í okkar höndum að fara upp, við þjöppuðum okkur saman og hrikalega stoltur af því hverning stelpurnar leystu þá krísu sem var komin upp þá."
Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir