Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool telur FIFA ekki hafa rétt til að setja leikmenn í bann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
FIFA ákvað á dögunum að setja átta úrvalsdeildarleikmenn brasilíska landsliðsins sem ferðuðust ekki í landsliðsverkefni í byrjun september í fimm daga leikbann. Þeir munu því missa af deildarleikjum um helgina og Meistaradeildinni í miðri viku.

Ensk félagslið vildu ekki leyfa leikmönnum að ferðast til Brasilíu sem er skráð sem rautt svæði hjá Englendingum vegna fjölda Covid smita. Leikmenn sem fara til Brasilíu þurfa því að fara í sóttkví við komu aftur til landsins og það gátu nokkur félög ekki samþykkt.

Eitt þessara félaga er Liverpool, sem verður án Alisson, Fabinho og Roberto Firmino í næsta leik gegn Leeds - sem verður án Raphinha.

Sky Sports greinir frá því að Liverpool telur FIFA ekki hafa rétt til að setja leikmenn í bann í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirunnar. Önnur félög sem eiga hlut í máli eru sögð vera sammála skoðun Liverpool.

FIFA getur dæmt 3-0 ósigur ef annað hvort félagið fer ekki eftir þessum reglum en óljóst er hvað gerist ef bæði lið brjóta regluna.

Manchester United, Chelsea og Manchester City eiga einnig brasilíska landsliðsmenn í leikbanni næstu daga en enska úrvalsdeildin vinnur hörðum höndum að því að aflétta þessu banni.

Brasilía er ekki eina þjóðin sem hefur beðið FIFA um að setja leikmenn í bann fyrir að ferðast ekki í landsliðsverkefni. Síle, Mexíkó og Paragvæ hafa einnig sent inn slíkar beiðnir fyrir Francisco Sierralta, Miguel Almiron og Raul Jimenez í úrvalsdeildinni og Ben Brereton í Championship.
Athugasemdir
banner
banner
banner