Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mínútufjöldi Birkis pirraði Heimi
Hefði fundist eðlilegt að Alfons hefði fengið tækifæri
Icelandair
Birkir Már í baráttunni við Timo Werner í gær.
Birkir Már í baráttunni við Timo Werner í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson lék 270 mínútur með íslenska landsliðinu í landsliðsverkefninu sem lauk í gær. Birkir er leikmaður Vals sem á stórleik á laugardag gegn Breiðabliki.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður hvort hann væri pirraður út í þá staðreynd að Birkir hefði leikið allar mínúturnar í verkefninu.

„Jú, ég viðurkenni það alveg að það pirraði mig en það þýðir ekkert að hugsa um það."

„Birkir Már hefur staðið sig frábærlega fyrir Val og íslenska landsliðið. Hann er, eins og menn vita og hlaupatölur sýna, mjög fit einstaklingur. Við þurfum að nota tímann fram að leiknum á laugardaginn og fara vel með hann."

„Ég set hins vegar spurningarmerki við það að Alfons Sampsted, sem er að spila í Bodö/Glimt og er hörku hægri bakvörður, mér hefði fundist eðlilegt að hann hefði fengið tækifærið,"
sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner