PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   fim 09. september 2021 17:00
Innkastið
„Orðinn einhvers konar óskabarn þjóðar fyrir að hafa gert nánast ekki neitt"
Icelandair
Albert í leiknum í gær.
Albert í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er 24 ára gamall og á að baki 24 A-landsleiki. Í þeim hefur hann skorað fjögur mörk, þar af þrjú mörk gegn Indónesíu árið 2018 í sínum öðrum landsleik. Fjórða markið skoraði hann svo í vináttuleik gegn Póllandi í sumar.

Albert byrjaði tvo af landsleikjunum í landsliðsverkefninu sem lauk í gær á vinstri kantinum. Hans styrkleiki náði ekki að nýtast vel í þeirri stöðu en þegar hann var færður framar undir lok leiks gegn Norður-Makedóníu sýndi hann hversu megnugur hann er.

Í þriðja leiknum byrjaði Albert svo í framherjastöðunni. Albert spilaði mikið fyrir aftan fremsta mann hjá AZ Alkmaar seinni hluta síðasta tímabils og var fastamaður í hollenska liðinu sem endaði í 3. sæti Eredivisie.

Albert var til umræðu í Innkastinu þar sem landsliðsglugginn var gerður upp. Umræðan um Albert hófst í tengslum við valið á byrjunarliðinu í gær en margir kölluðu eftir því að Andri Lucas Guðjohnsen myndi byrja leikinn eftir góðar innkomur í fyrstu tveimur leikjunum.

„Hæðin á okkur fram á við, hún er engin í þessu verkefni. Viðar Örn Kjartansson er þarna eitthvað að göslast í fyrstu tveimur leikjunum, Albert Guðmundsson spilar svo þarna og maður spyr sig hvort að Andri Lucas hefði getað gert eitthvað í þessum leik. Maður sá þegar hann kom inn á að það eru talsverð gæði þarna. Hvort að þetta hefði kannski átt að vera glugginn hans Andra?" velti Gunnar Birgisson fyrir sér.

„Það er svo margt við þetta sem mér finnst svo skrítið, eins og þetta með Albert Guðmundsson frammi á móti Þýskalandi. Hvað var pælingin? Átti Albert að fá boltann í lappirnar með Niklas Sule og Antonio Rudiger í bakinu? Ég veit að hann er orðinn einhvers konar óskabarn þjóðar fyrir að hafa gert nánast ekki neitt - bara af því hann er góður í fótbolta," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Hann skoraði þrennu á móti sýningarliði og fólk er löngu búið að gleyma því. Ef þú myndir spyrja annan hvern mann út á götu: 'Af hverju elskarðu Albert Guðmundsson?' Svarið yrði af því hann er sonur Gumma Ben og hann lítur vel út með boltann. Sem hann gerir og þetta er ekkert last á hann. Hann fittar ekkert í það sem Ísland vill gera en hann fittar kannski í það sem Arnar Þór Viðarsson vill gera," sagði Tómas og kom svo inn á pressu íslenska liðsins í gær.

„Arnar vill vera með eina sitjandi sexu, tvær áttur... þegar við vorum að pressa. Guð minn almáttugur. Þjóðverjarnir fóru blindandi í gegnum þessa pressu. Þetta er eitthvað sem þarf að drilla og vonandi gengur þetta einhvern tímann upp."

Þáttinn má hlusta á hér að neðan. Leikurinn gegn Þýskalandi tapaðist 0-4 í gær.

Viðtal við Albert eftir leikinn í gær:
Albert um eigin frammistöðu: Mér finnst ég geta gert betur
Innkastið - Löng og ströng leið upp fjallið aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner