Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 09. september 2022 20:09
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Glenn: Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst við smá óheppnarað hafa ekki náð stigunum þremur í dag. En mér finnst að eftir síðasta leik hafi stelpurnar sýnt mér það sem ég vildi, gott svar, mikinn karakter, mikla baráttu og mikla orku sem þær settu í leikinn. Þannig að ég var mjög ánægður með frammistöðuna en eins og ég sagði, við erum óheppin að fá ekki þrjú stig," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli við Breiðablik í miklum baráttuleik við erfiðar aðstæður í Vestmannaeyjum í dag.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var mjög ósáttur við vallaraðstæður og vildi flauta af leikinn eftir 8 mínútna leik. Glenn var ekki alveg á sama máli.

„Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður og auðvitað er það sama fyrir bæði lið. Ég meina, ég held að það sé ekki meira sem ég get bætt við það, en þetta er eins fyrir bæði lið."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

ÍBV fékk kjörið tækifæri til að taka stigin þrjú þegar þær fengu vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins en Madison Elise Wolfbauer átti slaka spyrnu framhjá markinu. Glenn var svekktur að hafa ekki tekið sigur í dag.

„Já klárlega. En þú veist, þetta er fótbolti, svona hlutir gerast en við tökum bara það jákvæða og höldum áfram."

Eyjakonur fara norður á Akureyri og mæta Þór/KA á miðvikudaginn. Glenn á von á baráttuleik.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Ég horfði á síðasta leik og þær hafa þétt hlutina mikið. Þannig að við eigum von á bardaga og það verður áskorun," sagði Glenn að lokum.


Athugasemdir