Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 09. september 2022 20:09
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Glenn: Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst við smá óheppnarað hafa ekki náð stigunum þremur í dag. En mér finnst að eftir síðasta leik hafi stelpurnar sýnt mér það sem ég vildi, gott svar, mikinn karakter, mikla baráttu og mikla orku sem þær settu í leikinn. Þannig að ég var mjög ánægður með frammistöðuna en eins og ég sagði, við erum óheppin að fá ekki þrjú stig," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli við Breiðablik í miklum baráttuleik við erfiðar aðstæður í Vestmannaeyjum í dag.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var mjög ósáttur við vallaraðstæður og vildi flauta af leikinn eftir 8 mínútna leik. Glenn var ekki alveg á sama máli.

„Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður og auðvitað er það sama fyrir bæði lið. Ég meina, ég held að það sé ekki meira sem ég get bætt við það, en þetta er eins fyrir bæði lið."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

ÍBV fékk kjörið tækifæri til að taka stigin þrjú þegar þær fengu vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins en Madison Elise Wolfbauer átti slaka spyrnu framhjá markinu. Glenn var svekktur að hafa ekki tekið sigur í dag.

„Já klárlega. En þú veist, þetta er fótbolti, svona hlutir gerast en við tökum bara það jákvæða og höldum áfram."

Eyjakonur fara norður á Akureyri og mæta Þór/KA á miðvikudaginn. Glenn á von á baráttuleik.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Ég horfði á síðasta leik og þær hafa þétt hlutina mikið. Þannig að við eigum von á bardaga og það verður áskorun," sagði Glenn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner