Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 09. september 2022 20:09
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Glenn: Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst við smá óheppnarað hafa ekki náð stigunum þremur í dag. En mér finnst að eftir síðasta leik hafi stelpurnar sýnt mér það sem ég vildi, gott svar, mikinn karakter, mikla baráttu og mikla orku sem þær settu í leikinn. Þannig að ég var mjög ánægður með frammistöðuna en eins og ég sagði, við erum óheppin að fá ekki þrjú stig," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli við Breiðablik í miklum baráttuleik við erfiðar aðstæður í Vestmannaeyjum í dag.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var mjög ósáttur við vallaraðstæður og vildi flauta af leikinn eftir 8 mínútna leik. Glenn var ekki alveg á sama máli.

„Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður og auðvitað er það sama fyrir bæði lið. Ég meina, ég held að það sé ekki meira sem ég get bætt við það, en þetta er eins fyrir bæði lið."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

ÍBV fékk kjörið tækifæri til að taka stigin þrjú þegar þær fengu vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins en Madison Elise Wolfbauer átti slaka spyrnu framhjá markinu. Glenn var svekktur að hafa ekki tekið sigur í dag.

„Já klárlega. En þú veist, þetta er fótbolti, svona hlutir gerast en við tökum bara það jákvæða og höldum áfram."

Eyjakonur fara norður á Akureyri og mæta Þór/KA á miðvikudaginn. Glenn á von á baráttuleik.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Ég horfði á síðasta leik og þær hafa þétt hlutina mikið. Þannig að við eigum von á bardaga og það verður áskorun," sagði Glenn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner