Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 09. september 2022 20:09
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Glenn: Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst við smá óheppnarað hafa ekki náð stigunum þremur í dag. En mér finnst að eftir síðasta leik hafi stelpurnar sýnt mér það sem ég vildi, gott svar, mikinn karakter, mikla baráttu og mikla orku sem þær settu í leikinn. Þannig að ég var mjög ánægður með frammistöðuna en eins og ég sagði, við erum óheppin að fá ekki þrjú stig," sagði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli við Breiðablik í miklum baráttuleik við erfiðar aðstæður í Vestmannaeyjum í dag.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks var mjög ósáttur við vallaraðstæður og vildi flauta af leikinn eftir 8 mínútna leik. Glenn var ekki alveg á sama máli.

„Mér finnst við hafa spilað við verri aðstæður og auðvitað er það sama fyrir bæði lið. Ég meina, ég held að það sé ekki meira sem ég get bætt við það, en þetta er eins fyrir bæði lið."


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Breiðablik

ÍBV fékk kjörið tækifæri til að taka stigin þrjú þegar þær fengu vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins en Madison Elise Wolfbauer átti slaka spyrnu framhjá markinu. Glenn var svekktur að hafa ekki tekið sigur í dag.

„Já klárlega. En þú veist, þetta er fótbolti, svona hlutir gerast en við tökum bara það jákvæða og höldum áfram."

Eyjakonur fara norður á Akureyri og mæta Þór/KA á miðvikudaginn. Glenn á von á baráttuleik.

„Við vitum að þetta verður erfiður leikur. Ég horfði á síðasta leik og þær hafa þétt hlutina mikið. Þannig að við eigum von á bardaga og það verður áskorun," sagði Glenn að lokum.


Athugasemdir
banner
banner