Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 06:00
Fótbolti.net
Virtir fræðimenn til liðs við íþróttafræðideild HR
Mynd: HR
Mynd: HR
Peter O‘Donoghue er nýráðinn prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) en hans fyrrum nemendur hafa margir hverjir náð miklum frama í störfum innan íþróttaheimsins. Meðal annars kenndi hann yfirmanni frammistöðugreiningar hjá enska knattspyrnusambandinu.

Peter hóf starfsferilinn sem tölvunarfræðingur eftir að hafa lokið doktorsgráðu frá háskólanum í Ulster árið 1993. Hann kenndi og stundaði rannsóknir í tölvunarfræði við Robert Gordon tækniháskólann og Háskólann í Ulster eftir útskrift. Árið 1995 hóf hann rannsóknasamstarf við íþróttafræðideild Ulster háskóla. Samstarfið leiddi til birtinga þriggja vísindagreina í íþróttafræðitímaritum og í kjölfarið lauk Peter MSc-gráðu í íþróttafræðum. Eftir útskrift úr íþróttafræðináminu árið 1999 hóf Peter störf við íþróttafræðideild Ulster háskóla þar sem hann kenndi og stundaði rannsóknir. Árið 2003 söðlaði Peter um og hóf störf hjá háskólanum í Cardiff þar sem hann starfaði sem sviðstjóri grunn- og framhaldsnáms í frammistöðugreiningu.

Peter er afkastamikill fræðimaður en hann hefur verið aðalfyrirlestari (e. keynote speaker) á fjölmörgum ráðstefnum, skrifað fimm kennslubækur um frammistöðugreiningu og kennslubók í tölfræði. Peter hefur verið aðalritstjóri International Journal of Performance Analysis in Sport síðan 2006 og 100. ritrýnda tímaritsgrein hans var samþykkt árið 2022.

Fleira er að frétta af íþróttafræðideildinni í HR þar sem Dr. Robert Weinberg var nýlega gerður að heiðursprófessor við deildina. Robert Weinberg er mjög þekkt nafn í heimi íþróttasálfræðinnar. Weinberg var meðal annars tilnefndur sem einn af tíu bestu íþróttasálfræðingum Norður-Ameríku. Hann hefur birt yfir 150 fræðigreinar, yfir 40 bókakafla og skrifað níu bækur. Samkvæmt Google Scholar hefur verið vitnað í verk hans yfir 20.000 sinnum. Dr. Weinberg er annar höfundur bókarinnar Foundation of Sport and Exercise Psychology sem er mest notaða kennslubók heims í íþróttasálfræði.

Ljóst er að ráðning Peter O‘Donoghue er hvalreki fyrir íþróttafræðideild HR en einnig er það mikil viðurkenning fyrir deildina að virtur fræðimaður eins og Dr. Robert Weinberg sé heiðursprófessor við deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner