Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 09. september 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfarateymi ÍR framlengir (Staðfest) - Náð frábærum árangri
Lengjudeildin
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Mynd: ÍR
Mynd: ÍR

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar ÍR, hafa skrifað undir nýjan samning við félagið en liðið hefur náð frábærum árangri í Lengjudeildinni í sumar. Samningurinn gildir til ársins 2026.


Þeir unnu í fyrsta sinn saman hjá félaginu síðasta sumar þegar liðið vann sér sæti í Lengjudeildinni. Liðið er í 4. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina en 2.-5. sæti fer í umspil um sæti í Bestu deildinni.

Tilkynning ÍR í heild sinni.

Árni og Jói framlengja!

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íþróttafélag Reykjavíkur!

Árni tók við liðinu á miðju tímabili árið 2022 en Jói kom til félagsins fljótlega eftir það tímabil. Á þeirra fyrsta tímabili saman fórum við upp í Lengjudeildina. Í dag eru þeir á sínu öðru tímabili hjá okkur og hafa gert frábæra hluti í sumar!

Þetta eru gleðitíðindi fyrir ÍR og allt hverfið!

Viðtal við strákana verður birt innan skamms!

ÁFRAM ÍR!


Athugasemdir
banner
banner
banner