Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 09. október 2019 11:43
Magnús Már Einarsson
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Icelandair
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna.  Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna. Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson segist hafa fengið fjölda skilaboða frá frönskum stuðningsmönnum eftir fræga tæklingu hans á Kylian Mbappe í vináttuleik Íslands og Frakklands í Guingamp fyrir ári síðan.

Liðin skildu jöfn 2-2 í Guingamp en allt sauð upp úr undir lokin þegar Rúnar fékk gult spjald fyrir að brjóta á Mbappe. Atvikið átti sér stað fyrir framan varamannabekk heimsmeistaranna og Frakkar voru brjálaðir eftir tæklingu Rúnars.

Sjá einnig:
Myndir: Allt sauð uppúr eftir tæklingu Rúnars á Mbappe

„Þetta er reglulega rifjað upp og ég fæ reglulega skilaboð á frönsku um þetta. Þetta er búið og gert. Þetta er eitthvað sem þurfti að gera á þessu augnabliki í leiknum," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var sérstakt augnablik. Hann verður ekki með núna svo þetta mun ekki endurtaka sig. Við verðum hins vegar að vera harðir. Ég held að þeir séu ekki rosalega spenntir að mæta á Laugardalsvöll og við þurfum að gera þeim lífið leitt."

Rúnar segist fá skilaboð á samfélagsmiðlum frá frönskum stuðningsmönnum þar sem þeir ræða brotið.

„Ég þekki 2-3 frönsk orð og þau koma reglulega fyrir í þessum póstum. Ég er ekki að fara á Google translate og þýða þetta. Það skiptir mig engu máli hvað stendur þarna," sagði Rúnar Már.
Athugasemdir
banner
banner