Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 09. október 2019 11:43
Magnús Már Einarsson
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Icelandair
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna.  Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna. Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson segist hafa fengið fjölda skilaboða frá frönskum stuðningsmönnum eftir fræga tæklingu hans á Kylian Mbappe í vináttuleik Íslands og Frakklands í Guingamp fyrir ári síðan.

Liðin skildu jöfn 2-2 í Guingamp en allt sauð upp úr undir lokin þegar Rúnar fékk gult spjald fyrir að brjóta á Mbappe. Atvikið átti sér stað fyrir framan varamannabekk heimsmeistaranna og Frakkar voru brjálaðir eftir tæklingu Rúnars.

Sjá einnig:
Myndir: Allt sauð uppúr eftir tæklingu Rúnars á Mbappe

„Þetta er reglulega rifjað upp og ég fæ reglulega skilaboð á frönsku um þetta. Þetta er búið og gert. Þetta er eitthvað sem þurfti að gera á þessu augnabliki í leiknum," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var sérstakt augnablik. Hann verður ekki með núna svo þetta mun ekki endurtaka sig. Við verðum hins vegar að vera harðir. Ég held að þeir séu ekki rosalega spenntir að mæta á Laugardalsvöll og við þurfum að gera þeim lífið leitt."

Rúnar segist fá skilaboð á samfélagsmiðlum frá frönskum stuðningsmönnum þar sem þeir ræða brotið.

„Ég þekki 2-3 frönsk orð og þau koma reglulega fyrir í þessum póstum. Ég er ekki að fara á Google translate og þýða þetta. Það skiptir mig engu máli hvað stendur þarna," sagði Rúnar Már.
Athugasemdir
banner