Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. október 2021 13:40
Aksentije Milisic
Abraham öflugur hjá Roma - Sagður byrja fyrir England
Mourinho fylgist með Abraham.
Mourinho fylgist með Abraham.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, framherji AS Roma á Ítalíu, hefur byrjað mjög vel hjá sínu nýja félagi og er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins.

Abraham, sem kom frá Chelsea, hefur skorað fjögur mörk í tíu fyrstu leikjum sínum fyrir félagið og þá hefur hann einnig lagt nokkur upp. Stuðningsmenn Roma elska nýja leikmanninn og virðist Englendingur fýla lífið á Ítalíu.

Jose Mourinho fékk hann til liðsins en Mourinho sagði að hann væri að búa til alvöru framherja fyrir Gareth Southgate, stjóra enska landsliðsins.

Síðasti leikur Abraham fyrir England var gegn Íslandi fyrir 11 mánuðum síðan. Í kjölfarið datt hann alveg út úr myndinni hjá Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, og missti því sætið sitt í landsliðinu.

Þessi öflugi framherji er kominn aftur í hópinn og er talið líklegt að hann byrji inn á í leiknum gegn Andorra í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner