Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cecilía Rán valin í lið umferðarinnar
Mynd: Inter
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti á milli stanga Inter þar sem hún leikur á lánssamningi frá þýska stórveldinu FC Bayern.

Hún var besti leikmaður vallarins í 1-1 jafntefli í hörkuslag gegn ríkjandi Ítalíumeisturum AS Roma um helgina og hefur verið valin í lið umferðarinnar.

Cecilía hefur verið frábær með Inter þar sem hún er með flestar vörslur allra markvarða í efstu deild og hefur á sama tíma fengið fæst mörk á sig.

Lið 5. umferðar
Markvörður:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Inter)

Varnarmenn:
Frederikke Thögersen (Roma)
Julie Piga (Milan)
Emma Kullberg (Juventus)
Emma Skou Færge (Fiorentina)

Miðjumenn:
Emma Severini (Fiorentina)
Clarisse Le Bihan (Lazio)
Manuela Giugliano (Roma)

Sóknarmenn:
Martina Piemonte (Lazio)
Christiana Girelli (Juventus)
Noemi Visentin (Lazio)
Athugasemdir
banner
banner
banner