Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
banner
   mið 09. október 2024 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór hjá ÍA næstu þrjú árin (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA tilkynnti í dag að félagið væri búið að framlengja samninginn við Jón Þór Hauksson til næstu þriggja ára.

Jón Þór er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari liðsins. ÍA féll úr Bestu deildinni 2022 en vann Lengjudeildina og kom sér aftur upp í fyrra. Sem nýliði er ÍA núna í 5. sæti og á möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

„Við í stjórn Knattspyrnufélagsins erum mjög ánægð með að framlengja samninginn við Jón Þór Hauksson. Við erum mjög ánægð með hvernig þróun liðsins hefur verið síðustu tímabil og erum mjög bjartsýn fyrir komandi misseri. Félagið hefur nú gengið frá ráðningu á öllum þjálfurum og erum mjög stolt af þeim frábæra hópi sem starfar fyrir félagið. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn félagsins að vera bjartsýn fyrir komandi tíma," segir Eggert Herbertsson sem er formaður ÍA.

„Ég er stoltur og ánægður með að framlengja minn samning og vera treyst fyrir því mikilvæga starfi sem framundan er hjá ÍA. Ég hlakka til að vinna áfram með öflugu teymi þjálfara, leikmanna, stjórnar og starfsmanna. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka kærlega þann stuðning sem liðið hefur fengið í sumar frá frábærum stuðningsmönnum ÍA sem geta sannarlega skipt sköpum," segir Jón Þór sjálfur.

ÍA mætir Víkingi og Val í síðustu leikjum mótsins.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner