Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. nóvember 2020 13:01
Magnús Már Einarsson
Kemur Birkir Már inn í liðið gegn Ungverjum?
Icelandair
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Ísland getur ekki stillt upp sama byrjunarliði gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM á fimmtudag og í leiknum gegn Rúmenum í síðustu viku.

Arnór Ingvi Traustason er í sóttkví eftir að liðsfélagi hans hjá Malmö greindist með kórónuveiruna og því verður hann ekki með í leiknum. Arnór byrjaði á vinstri kanti gegn

Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolti.net var rætt um landsleikinn í lok þáttar. Tómas Þór Þórðarson spáir því að Birkir Már Sævarsson byrji í hægri bakverði og Gulaugur Victor Pálsson fari inn á miðjuna. Birkir Bjarnason fari síðan af miðjunni á vinstri kantinn í stað Arnórs Ingva.

Birkir Már átti öflugan leik gegn Belgum í síðasta mánuði en hann kom þá inn í landsliðshópinn eftir hlé.

„Ef að Birkir Már Sævarsson var ekki í liðinu fyrir Ungverja leikinn þá er hann kominn inn í það núna út af því að Arnór Ingvi verður ekki með," sagði Tómas Þór.

Hér að neðan er líklegt byrjunarlið Íslands.Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn „Enski boltinn" en rætt var um leikinn við Ungverja undir lok þáttar.
Enski boltinn - Tom og Bjarni fóru yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner