
Seinni hálfleikur er að hefjast í viðureign Króatíu og Brasilíu í 8-liða úrslitum HM, staðan er markalaus.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, er í HM stofunni á RÚV og segir að leikurinn hafi verið þægilegur fyrir Króatíu.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, er í HM stofunni á RÚV og segir að leikurinn hafi verið þægilegur fyrir Króatíu.
„Ótrúlega þægilegt, ef ég væri Tite (þjálfari Brasilíu) núna þá myndi ég labba á milli leikmanna og slá nokkra utan undir," segir Arnar.
„Það er eins og nokkrir leikmenn séu ekki að gera sér grein fyrir því að þeir eru staddir í 8-liða úrslitum HM og ákefðin hjá sumum leikmönnum er bara 'núll'. Þeir eru komnir í einhvern töffaraskap og fíflalæti. Á móti svona liði eins og Króatíu er voðinn vís."
„Króatar hafa stjórnað leiknum með og án bolta en hafa ekki mikið ógnað. Eina ógnin hjá Brasilíu var í gegnum Vinicius, Neymar er að draga sig alltof aftarlega til að fá boltann í stöðum sem hann á ekki að fá boltann í."
„Ef Brasilía tekur sig ekki saman í andlitinu gæti liðið verið á leið út úr keppninni."
Athugasemdir