Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2022 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martínez gagnrýnir dómarann - „Vildi að þeir myndu skora"
Mynd: Getty Images

Argentína er komið í undanúrslit á HM þar sem liðið mætir Króatíu eftir sigur á Hollandi eftir vítaspyrnukeppni í rosalegum leik.


Argentína komst í 2-0 en á dramatískum lokamínútum náði Wout Weghorst að tryggja Hollendingum framlengingu. Emiliano Martínez markvörður Argentínu var allt annað en sáttur með dómara leiksins.

„Þetta var snúinn leikur. Mér fannst við hafa góð völd á leiknum, komumst í 2-0," sagði Martínez.

„Við vorum með stjórn á leiknum, dómarinn gaf þeim bara allt. Skyndilega fengu þeir góðan skalla sem ég sá ekki. Þá fór þetta algjörlega á hliðina. Dómarinn gaf þeim allt. 10 mínútur í uppbótartíma út af engu, 10 mínútur. Hann gaf þeim aukaspyrnur fyrir utan teig, tvisvar eða þrisvar. Hann vildi að þeir myndu skora, það er bara þannig, vonandi fáum við hann ekki aftur, hann var vonlaus," sagði Martínez.


Athugasemdir
banner
banner
banner