
Lionel Messi virðist vera gera út um vonir Hollendinga að komast áfram á HM og er að senda Argentínu í undanúrslitin.
Staðan er orðin 2-0 en Messi lagði upp fyrra markið með glæsibrag. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka fékk Argentína vítaspyrnu þegar Denzel Dumphries feldi Marcos Acuna í teignum.
Messi steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi, setti boltann í hægra hornið og Andries Noppert fraus á línunni.
Gunnar Birgisson sem lýsir leiknum lýsti markinu af mikilli innlifun.
„Hann er ekki bara rækilega að festa nafn sitt í sögubókunum, sögubækurnar verða um hann," sagði Gunnar.
Lionel Messi kemur Argentínu í 2-0 á móti Hollandi með marki úr vítaspyrnu. pic.twitter.com/IXPxyRntG7
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 9, 2022
Athugasemdir