Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. janúar 2021 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FA-bikarinn: D-deildarlið burstaði Leeds - Chelsea og City áfram
Crawley Town fagnar marki gegn Leeds.
Crawley Town fagnar marki gegn Leeds.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz og Timo Werner voru báðir á skotskónum í dag.
Kai Havertz og Timo Werner voru báðir á skotskónum í dag.
Mynd: Getty Images
Bernardo Silva gerði tvennu fyrir Man City.
Bernardo Silva gerði tvennu fyrir Man City.
Mynd: Getty Images
Það urðu gríðarlega óvænt úrslit í enska FA-bikarnum í dag. Crawley Town úr D-deild fór með sigur af hólmi gegn úrvalsdeildarfélagi Leeds.

Staðan var 0-0 í hálfleik en fyrir upphaf seinni hálfleiks gerði Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, þrefalda breytingu. Hann tók út af Liam Cooper, Pascal Struijk og Rodrigo fyrir Jack Harrison, Jack Jenkins og Omar Casey.

Það raskaði leik Leeds og Crawley nýtti sér það með því að skora tvö mörk með stuttu millibili snemma í seinni hálfleik. Þeir gerðu svo út um leikinn á 70. mínútu.

Lokatölur 3-0 fyrir Crawley sem fer áfram í 32-liða úrslit á kostnað Leeds. Chelsea og Manchester City gerðu sitt og fóru áfram örugglega í dag. Chelsea vann 4-0 sigur á Morecambe úr D-deild og City vann 3-0 sigur á Birmingham úr C-deild.

Þá eru Barnsley og Bristol City einnig komin áfram. Framlengt er í leik Cheltenham og Mansfield.

Barnsley 2 - 0 Tranmere Rovers
1-0 Michal Helik ('59 )
2-0 Cauley Woodrow ('90 , víti)

Bristol City 2 - 1 Portsmouth
1-0 Famara Diedhiou ('19 )
1-1 Callum Johnson ('45 )
2-1 Chris Martin ('83 )

Chelsea 4 - 0 Morecambe
1-0 Mason Mount ('18 )
2-0 Timo Werner ('44 )
3-0 Callum Hudson-Odoi ('49 )
4-0 Kai Havertz ('85 )

Cheltenham Town 2 - 1 Mansfield Town (eftir framlengingu)
0-1 Stephen McLaughlin ('3 )
1-1 Alfie May ('73 )

Crawley Town 3 - 0 Leeds
1-0 Nicholas Tsaroulla ('50 )
2-0 Ashley Nadesan ('53 )
3-0 Jordan Tunnicliffe ('70 )

Manchester City 3 - 0 Birmingham
1-0 Bernardo Silva ('8 )
2-0 Bernardo Silva ('15 )
3-0 Phil Foden ('33 )

Leikir kvöldsins:
17:00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner