sun 10. janúar 2021 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter til í Lingard - Upamecano afar eftirsóttur
Powerade
Jesse Lingard er orðaður við Inter.
Jesse Lingard er orðaður við Inter.
Mynd: Getty Images
Declan Rice í leik með Englandi á Laugardalsvelli.
Declan Rice í leik með Englandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að slúðri dagsins á þessum ágæta sunnudegi.

Inter Milan vill fá Jesse Lingard (28) á láni frá Manchester United en aðeins ef félaginu tekst að losa sig við Christian Eriksen (28). (Sunday Mirror)

Paul Pogba (27) er á óskalista Paris Saint-Germain og Mauricio Pochettino vill byggja lið sitt í kringum miðjumanninn. (Daily Star Sunday)

Chelsea er tilbúið að bætast í kapphlaupið um Dayot Upamecano (22), varnarmann RB Leipzig. (Mail on Sunday)

Þýska úrvalsdeildarfélagið segist vera tilbúið að halda áfram að selja bestu leikmennina sína og Manchester United, sem vill kaupa sér miðvörð, hefur enn áhuga á Upamecano. (MEN)

Mesut Özil (32) ætlar að bjóða Arsenal að dreifa launum sínum á næstu þrjú árin. Özil rennur út á samningi næsta sumar en hann þénar 350 þúsund pund á viku. Hann vill fara til Fenerbahce í Tyrklandi. (Sun on Sunday)

Declan Rice (21), miðjumaður West Ham, vill vera áfram í London og hefur engan áhuga á að fara til Manchester United. Chelsea er líklegasti áfangastaður hans. (Sunday Mirror)

West Ham hefur verið boðið að kaupa sóknarmanninn Patson Daka (22) frá Red Bull Salzburg í stað Sebastian Haller sem var að fara til Ajax. (Sunday Mirror)

West Ham sem er að undirbúa 30 milljón punda tilboð í Ismaila Sarr (22), kantmann Watford. (Sun on Sunday)

Meira um West Ham sem er að íhuga að fá Mariano Diaz (27), sóknarmann á láni frá Real Madrid. (Mail on Sunday)

Lucas Torreira (24) miðjumaður Arsenal, gæti verið á leið til Fiorentina þar sem lánssamningur hans hjá Atletico Madrid hefur ekki gengið alveg sem skyldi. (Mundo Deportivo)

Nice er opið fyrir því að kaupa varnarmanninn William Saliba (19) frá Arsenal. Saliba er á láni hjá Nice. (Sun on Sunday)

Aston Villa er að íhuga tilboð í David Brooks (23), kantmann Bournemouth. (Sunday Mirror)

Everton er að tala við Bournemouth um að skipta á leikmönnum. Sóknarmaðurinn Joshua King (28) færi þá til Everton og annað hvort Jarrad Branthwaite (18) eða Jonjoe Kenny (23) til Bournemouth. (Sun on Sunday)

Moussa Dembele (24), sóknarmaður Lyon, hafnaði því að fara til West Ham. (Football Insider)

Dembele er nálægt því að fara til Atletico Madrid. (Marca)

Fernandinho (35), miðjumaður Manchester City, er að renna út á samningi næsta sumar. Hann er með tilboð frá heimalandi sínu og frá félögum í Evrópu samkvæmt umboðsmanni hans. (Goal)

Timi Sobowale (18), sem er á mála hjá Manchester City, er á óskalista Real Salt Lake City í MLS-deildinni. (Mail on Sunday)

Sokratis (32), varnarmaður Arsenal, er á óskalista Genoa á Ítalíu og Real Betis á Spáni. (Tutto Mercato)

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, vill snúa aftur í þjálfun en hann hefur ekki þjálfað frá því hann var aðstoðarþjálfari Nottingham Forest 2019. (Sun on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner