Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 10. janúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alaba: Liverpool er eitt besta lið heims
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

David Alaba varnarmaður Real Madrid á von á „hrikalega erfiðum" leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.


Fyrri leikur liðana fer fram 21. febrúar á Anfield og síðari á Bernabeu 15. mars.

„Við vitum að leikurinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni verður hrikalega erfiður. Þetta verða mögnuð sextán liða úrslit. Leikirnir gegn Liverpool eru alltaf alvöru barningur, þeir eru eitt besta lið heims. Þetta verður erfitt verkefni en okkur langar að fara í næstu umferð," sagði Alaba.

Liverpool hefur verið langt frá sínu besta eftir að HM lauk en liðið vann Leicester þar sem Wout Faes skoraði tvö sjálfsmörk, tapaði svo illa gegn Brentford og gerðu jafntefli gegn Wolves í Enska bikarnum.

Real Madrid er þremur stigum á eftir Barcelona í spænsku deildinni eftir að Real tapaði gegn Villarreal 2-1 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem Alaba fékk á sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner