Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars segir frá áhugaverðri tölfræði varðandi Val í fyrra
Arnar Grétarsson rýnir í gögnin.
Arnar Grétarsson rýnir í gögnin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sprettirnir frá Kristni Inga og gæðin í Kristni Frey fóru vel saman.
Sprettirnir frá Kristni Inga og gæðin í Kristni Frey fóru vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var í viðtali í Valshlaðvarpinu Vængjum þöndum. Þar ræddi hann við þá Benedikt Bóas Hinriksson og Breka Logason um fyrstu mánuðina í starfi hjá Val. Arnar var ráðinn þjálfari Vals síðasta haust og tók við af Ólafi Jóhannessyni þegar tímabilinu 2022 lauk.

Arnar fer í viðtalinu yfir stöðuna á leikmannahópunum, nýju leikmennina og yfir alls konar hlaupatölfræði sem skiptir máli.

Sprettir á háu ákefðarstigi og hlaup fyrir aftan varnarlínu voru þættir sem Arnar nefndi sérstaklega í viðtalinu.

„Þeir sem eru ekki að nota myndbandsgreiningar og GPS kubbana, þeir lenda eftir á. Ég er ekki að segja að þú þurfir að henda þér ofan í þetta en þú þarft að horfa á tölur."

„Við erum markvisst að vinna út frá öllum tölum, við erum að skoða hvaða tæki við getum notað. Ég held að Íslenskur toppfótbolti sé að taka Opta inn. Þeir taka leikina og greina allt í honum. Skilaboðin svo til leikmanna varðandi upplýsingar þurfa að vera skýr, einföld og ekki of mörg. Ég vil nýta þessar upplýsingar til að bæta liðið mitt, horfa svo á hvar andstæðingurinn er veikur fyrir og hvar hann er hættulegur. Við (Valur) þurfum að vera með klókan gæja sem er góður í að draga saman upplýsingar og miðla þeim áfram."

„Aðalatriðið sem maður er að horfa á á æfingum núna eru svokölluð 'high-intensity' hlaup, metrar þar sem hlaupið er á 19,5-25km/klst og svo sprettmetrar sem eru allir metrar sem hlaupnir hraðar en það. Í ákveðnum stöðum þarftu að geta hlaupið ákveðið mikið. Í fyrra, sem dæmi, þá var Valur í nokkrum leikjum að hlaupa 1000-1200 sprettmetra minna en mörg lið. Það er einn leikmaður og það náttúrulega gengur ekki. Þú getur fylgst með öllum þessum hlutum og þetta er bara einn partur. Það er svo margt sem er komið núna, ekki eins og fyrir 25 árum þegar þjálfarar mættu rétt fyrir og svo var reitur og spil. Starf þjálfarans er orðin full vinna ef þú ætlar að gera þetta af einhverju viti."


Arnar hélt áfram að tala um hlaup aðeins seinna í viðtalinu. „Við þurfum hlaupagetu, við þurfum hraða. Ef við tökum Val þegar þeir urðu meistarar 2017-18. Þá voru þeir með Kristin Inga Halldórsson og Dion Acoff, ekki bestu fótboltamennirnir en endalaust hlaupandi aftur fyrir varnirnar með mikinn hraða. Það veldur því að varnarlína andstæðinganna fellur aftur og þá myndast pláss fyrir leikmenn eins og Kristin Frey (Sigurðsson)."

„Ég bað Hákon (Haraldsson) leikgreinanda að búa til spjald með öllum leikmönnum, hlaupatölur, sprettmetrar og svoleiðis svo ég myndi átta mig á því hvar við værum. Hann tók ákveðna hluti saman og þar sést að Valur var eitt neðsta lið í deildinni þegar kom að hlaupum aftur fyrir varnir andstæðinga. Það er saman sem merki milli, ef þú ætlar að vinna leiki þá þarftu að hlaupa aftur fyrir."


Í viðtalinu segir Arnar líka frá því að þeir Orri Sigurður Ómarsson, Orri Hrafn Kjartansson og Patrick Pedersen glími við meiðsli sem stendur.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér.

Sjá einnig:
Elfar Freyr kom mjög vel út úr þeim prófum sem hann var settur í
Arnar spenntur fyrir nýju verkefni: Varð aldrei nein spurning
Athugasemdir
banner
banner
banner