Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 10. janúar 2023 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúðvík Gunnarsson tekur við U16 og U17 karla
Lúðvík aðstoðaði í undirbúningi Íslands fyrir leikinn gegn Belgíu á EM í fyrra.
Lúðvík aðstoðaði í undirbúningi Íslands fyrir leikinn gegn Belgíu á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í dag að Lúðvík Gunnarsson, sem er yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og þjálfari U15 landsliðsins, hefði verið ráðinn þjálfari U17 og U16 karla.

Lúðvík tekur við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni sem ráðinn var yfirmaður fótboltamála í október.

Fyrsta verkefni Lúðvíks með U17 karla verður milliriðill í undankeppni EM 2023 sem spilaður verður í Wales í lok mars.

Áður en Lúðvík tók til starfa hjá KSÍ þá þjálfaði hann hjá ÍA og Kára á Akranesi.

Í síðustu viku auglýsti KSÍ eftir þjálfara fyrir U15 karla og Hæfileikamótun drengja.
Athugasemdir
banner
banner
banner