Sóknarmaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson er genginn í raðir Viking í Stafangri. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið en hann gekkst undir læknisskoðun fyrr í dag.
„Það er mjög fínt að vera kominn hingað. Það hafa allir hjá félaginu tekið vel á móti mér," segir Hilmir.
„Það er mjög fínt að vera kominn hingað. Það hafa allir hjá félaginu tekið vel á móti mér," segir Hilmir.
Hilmir er tvítugur, stór og stæðilegur sóknarmaður, sem lék á síðasta ári með Kristiansund í Noregi á lánssamningi frá ítalska félaginu Venezia. Liðið hafnaði í ellefta sæti af fjórtán liðum norsku úrvalsdeildarinnar.
Hann skoraði þrjú mörk í 27 leikjum í norsku úrvalsdeildinni og nú hefur Viking, sem endaði í þriðja sæti, ákveðið að kaupa hann.
Hilmir var lánaður til Tromsö 2023 en hann fór til Venezia frá Fjölni 2022. Hvammstangi er hans heimabær.
Viking hafnaði í þriðja sæti norsku deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir