Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 18:23
Elvar Geir Magnússon
Snýr ekki til baka í þessum mánuði
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: Getty Images
Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, lék sinn fyrsta landsleik á liðnu ári. Hann hefur hinsvegar aðeins spilað átta deildarleiki á þessu tímabili en nárameiðsli hafa verið að plaga hann.

„Hann er á batavegi en það er samt enn nokkuð langur vegur framundan, en hann er að verða betri. Þetta tekur einhverjar vikur og það er ólíklegt að hann snúi aftur í janúar," segir Oliver Glasner, stjóri Palace.

Þessi meiðsli eru mjög svekkjandi fyrir Wharton sem hafði vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Arsenal.

Palace er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Stokcport í bikarleik á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner