mið 10. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski: Getum skráð okkur á spjöld sögunnar
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski segir að Bayern München geti skráð sig á spjöld sögunnar á morgun ef liðið vinnu Tigres frá Mexíkó í úrslitaleik HM félagsliða í Katar.

Evrópumeistararnir yrðu þá annað félagið á eftir Barcelona til að vinna alla sex lands- og alþjóðlegu titlana.

Bayern hefur unnið Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu, þýska Ofurbikarinn, þýsku deildina og þýska bikarinn.

„HM félagsliða yrði kirsuberið ofan á tertuna," segir Lewandowski.

HM félagsliða átti að vera í desember en var fært aftur vegna heimsfaraldursins.

„Það fer í fótboltasögubækurnar ef við vinnum sex titla. Þetta er mikil áskorun," segir Lewandowski sem skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Al Ahly í undanúrslitum.

Bayern er án miðjumannana Leon Goretzka og Javi Martínez sem greindust með Covid-19 veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner