Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 10. febrúar 2021 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar meiddist gegn Caen
PSG lagði Caen að velli í franska bikarnum en brasilíska stórstjarnan Neymar meiddist í leiknum.

Neymar, sem lagði eina mark leiksins upp fyrir Moise Kean í upphafi síðari hálfleiks, fór haltrandi af velli á 60. mínútu. Kylian Mbappe kom inn í hans stað.

Þetta er skellur fyrir Neymar sem hefur mikið þurft að glíma við meiðsli á ferlinum.

Þetta líta út fyrir að vera vöðvameiðsli en ómögulegt er að segja til um alvarleika þeirra á þessu stigi.
Athugasemdir
banner