Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney kominn með nýtt gigg
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney er kominn með nýtt gigg en hann hefur verið ráðinn til Amazon Prime þar sem hann mun vera sérfræðingur í Meistaradeildarumfjöllun.

Hann verður þar sérfræðingur er sýnt verður frá leik Real Madrid og Manchester City á morgun. Verður það frumraun hans hjá stöðinni.

Það er spurning hvort Rooney fari að snúa sér að þessum geira núna.

Ekki hefur stjóraferill hans nefnilega gengið sérlega vel. Hann var rekinn frá Plymouth eftir að hafa stýrt þeim bara í 25 leikjum og þar áður var hann bara í 83 daga hjá Birmingham.

Hann hefur verið eftirsóttur af ýmsum sjónvarpsstöðum upp á síðkastið og hefur núna gengið til liðs við Amazon Prime.

Rooney, sem er 39 ára, var stórkostlegur leikmaður á sínum ferli og er hann markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner