Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einstaklega klaufalegt sjálfsmark í Kórnum
,,Þeirra mistök eru aðeins dýrara verði keypt heldur en margra annarra''
Arnar Freyr.
Arnar Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Markið sem HK fékk á sig í gær gegn Vestra í Lengjubikarnum var einstaklega klaufalegt. Eiður Atli Rúnarsson átti sendingu í átt að eigin marki en Arnar Freyr Ólafsson í markinu var ekki með á nótunum, náði ekki að taka við boltanum og komst ekki í hann fyrr en það var um seinan og boltinn kominn yfir marklínuna.

Aðstoðardómarinn Tomasz Piotr Zietal gaf merki á hliðarlínunni um að boltinn hefði farið yfir marklínuna og lið Vestra komið yfir. Í kjölfarið lá Vestri til baka út seinni hálfleikinn og átti í raun ekki sókn fyrr en eftir að HK jafnaði í uppbótartíma.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður út í sjálfsmarkið.

„Einstaklega klaufalegt og ég held að sá sem er líklegast svekktastur með það er Arnar. Þetta leit út fyrir að vera bara sending til baka og vandamálið við það að vera markmaður er að ef þú missir af móttökunni þinni þá er markið beint fyrir aftan."

„Ég held að allir þátttakendur í leiknum á einhverjum tímapunkti misst af móttökunni sinni, en það er bara töluvert ódýrara þegar þú spilar annars staðar á vellinum. Þetta er bara hluti af þessu lífi sem vill stundum verða markmönnum erfitt. Þeirra mistök eru aðeins dýrara verði keypt heldur en margra annarra. Þetta bara gerðist,"
sagði Ómar.

Lokatölur í leiknum urðu 1-1 og endar HK, sem verður í Bestu deildinni í sumar, í þriðja sæti riðilsins með sjö stig.
Ómar Ingi: Verðum að gera betur ef þessi staða kemur upp
Athugasemdir
banner
banner