Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. mars 2023 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már skoraði þrennu - Kristian Nökkvi á skotskónum þriðja leikinn í röð
Elías Már Ómarsson skoraði þrjú
Elías Már Ómarsson skoraði þrjú
Mynd: NAC Breda
Elías Már Ómarsson, framherji NAC Breda í hollensku B-deildinni, skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins á Maastricht í kvöld en þetta voru fyrstu mörk hans frá því hann kom frá Nimes í janúar.

Elías var að spila sjöunda leik sinn fyrir Breda og hafði ekki enn komist á blað hjá liðinu.

Áður en hann fór til Nimes í Frakklandi var hann einn besti leikmaður B-deildarinnar í Hollandi og hætti ekki að skora mörk fyrir Excelsior en hann átti í basli með það þegar hann sneri aftur í deildina í janúar.

Þolinmæði þrautir vinnur allar. Elías var í byrjunarliði Breda í dag og gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Fyrsta markið gerði hann á 21. mínútu áður en hann bætti við öðru marki sínu undir lok fyrri hálfleiks.

Það var svo fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennuna. Elías er kominn í gang og eflaust þungu fargi af honum létt eftir þessa frammistöðu. Breda er í 7. sæti með 43 stig.

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði þá þriðja leikinn í röð er unglinga- og varalið Ajax tapaði fyrir Eindhoven, 5-1, Kristian jafnaði metin á 31. mínútu en heimamenn í Eindhoven skoruðu fjögur mörk til viðbótar og gerðu út um leikinn. Ajax er í 17. sæti með 28 stig.

Kristófer Ingi Kristinsson kom ekki við sögu er Venlo vann 4-0 sigur á Den Bosch. Venlo er í 4. sæti með 48 stig.

Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Gros spiluðu báðar allan leikinn fyrir Fortuna Sittard í 1-0 tapi gegn Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, Sittard er í 3. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner