Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Óvænt tap Inter í La Spezia
Það gekk ekkert upp hjá Lautaro Martínez
Það gekk ekkert upp hjá Lautaro Martínez
Mynd: EPA
Spezia 2 - 1 Inter
0-0 Lautaro Martinez ('14 , Misnotað víti)
1-0 Daniel Maldini ('55 )
1-1 Romelu Lukaku ('83 , víti)
2-1 Mbala Nzola ('87 , víti)

Spezia vann óvæntan, 2-1, sigur á Inter í La Spezia-borg í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez átti slakan dag fyrir framan markið en þá má þó ekki taka neitt af Bartlomiej Dragowski, markverði Spezia. Fyrst varði hann gott skot Martínez á 8. mínútu áður en hann varði vítaspyrnu frá argentínska framherjanum nokkrum mínútum síðar.

Martínez fékk annað gullið tækifæri til að skora á 21. mínútu en Dragowski varði enn og aftur frá honum. Kevin Agudelo komst næst því að skora fyrir Spezia í fyrri hálfleiknum en skot hans fór í slá.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Martínez boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Spezia byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega. Daniel Maldini kom heimamönnum yfir eftir sendingu frá M'bala Nzola.

Inter tókst að jafna. Liðið fékk aðra vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að Salva Ferrer braut af sér í teignum og í þetta sinn fór Romelu Lukaku á punktinn og skoraði.

Dramatíkin lauk ekki þar. Tveimur mínútum síðar var vítaspyrna hinum megin á vellinum eftir að Denzel Dumfries braut af sér í teignum. Nzola skoraði af öryggi úr vítinu og tryggði Spezia sigur á Inter.

Lokatölur 2-1 Spezia í vil. Inter er áfram í öðru sæti með 50 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Napoli á meðan Spezia er í 17. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner