Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. mars 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Kæru KV vísað frá - Ægir fer í Lengjudeildina
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV mun spila í 2. deild í sumar eftir að aga- og úrskurðarnend vísaði frá kæru sem sneri að því að félagið ætti réttmætan möguleika á að taka sæti Kórdrengja í Lengjudeildinni. Ægir mun taka sætið eftir að hafa lent í 3. sæti í 2. deild.

Þann 18. febrúar vísaði KSÍ liði Kórdrengja úr keppni í Lengjubikarnum og á Íslandsmótinu í sumar en þar kemur fram að þáttökutilkynning Kórdrengja hafi ekki verið fullnægjandi.

Sjá einnig:
KV kærir úrskurðinn frá KSÍ

KSÍ afhenti því Ægi lausa sætið í Lengjudeildinni en KV kærði þann úrskurð til KSÍ og taldi félagið eiga réttmætan möguleika á sæti í Lengjudeildinni en Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, sagði ekki endilega bara málið að taka sætið heldur að sambandið færi eftir lögum og reglum um knattspyrnumót. KV hafnaði í næst neðsta sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Aga- og úrskurðarnefnd hefur vísað öllum þremur ákæruliðunum frá en fyrstu tveir liðirnir snerust að reglum KSÍ og möguleika KV á sæti í Lengjudeild. Kemur fram að kröfuliðirnir væru óljósir og óskýrir og ekki væri hægt að fella efnisúrskurð.

„Í fyrsta kröfulið í kröfugerð kæranda er þess krafist að „unnið eftir réttum reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og verkferlar við úrskurð á þátttökuneitun Kórdrengja sé afgreidd með viðeigandi hætti en ekki með geðþóttaákvörðun stjórnar á einum stjórnarfundi tiltekinn laugardag 17. febrúar sl.“.

„Verður að telja að umræddur kröfuliður sé svo óskýr og óljós að ekki sé hægt er fella efnisúrskurð hvað hann varðar. Yrði það enda með öllu óljóst til hvaða niðurstöðu það leiddi í raun, þ.m.t. fyrir kæranda og kærða, ef á hann yrði fallist.“

„Í öðrum kröfulið er gerð krafa um „i) Að KV fái réttmætan möguleika á sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 með vísan í reglugerð 23.1.12. C“.

„Umræddur kröfuliður er sama marki brenndur og sá fyrsti að hann er það óskýr og óljós að ekki er hægt að fella á hann efnisúrskurð. Í kröfuliðnum er ekki gerð skýr krafa um að kærandi fá sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 heldur er eingöngu gerð krafa að kærandi fái réttmætan möguleika á slíku sæti. Verður ekki séð með hvaða hætti slík kröfugerð, ef á hana yrði fallist, myndi binda aðila málsins,“
segir í úrskurðinum.

Þriðji liðurinn snerist að skaðabótum frá KSÍ en fall KV niður í 2. deild mun hafa veruleg áhrif á rekstur félagsins enda mikið af ferðalögum og skortur á auglýsingatekjum, en því var einnig vísað frá.

„Þriðji kröfuliður kæranda er varðar skaðabætur á hendur KSÍ vegna tekjutaps er með öllu órökstuddur, án fjárhæðar og er svo vanreifaður að ekki verður felldur á hann efnisúrskurður. Þá verður ekki séð hvernig þriðji kröfuliður kæranda samrýmist fyrsta og öðrum kröfulið hans.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner