Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 10. mars 2023 18:30
Elvar Geir Magnússon
„Klárt að Eriksen spilar aftur á tímabilinu“
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen er á meiðslalistanum hjá Manchester United en Erik ten Hag, stjóri liðsins, segir það klárt mál að hann muni spila aftur áður en tímabilinu lýkur.

Eriksen meiddist á ökkla í lok janúarmánaðar.

„Ég held að hann muni spila aftur á tímabilinu, já klárlega," sagði Ten Hag.

„En ég get ekki sagt það núna hvenær von er á honum til baka. Ég held að endurhæfingin hans sé samkvæmt áætlun. Við sjáum hann klárlega aftur til baka en ekki fyrir landsleikjagluggann."

„Hann einbeitir sér að því að snúa aftur til baka sem fyrst, við þurfum á öllum leikmönnum að halda."
Athugasemdir
banner