Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. mars 2023 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Eyjamenn unnu Suðurlandsslaginn
Breki Ómarsson skoraði bæði fyrir Eyjamenn
Breki Ómarsson skoraði bæði fyrir Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 2 ÍBV
0-1 Breki Ómarsson ('24 )
0-2 Breki Ómarsson ('65 )

ÍBV er með fullt hús stiga í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla eftir að hafa unnið Selfoss, 2-0, í Suðurlandsslag á JÁVERK-vellinum í dag.

Eyjamenn byrjuðu mótið frábærlega og skellut FH-ingum í fyrsta leik, 5-1, en síðan lagði liðið Leikni á miðvikudag með tveimur mörkum gegn engu.

Því var fylgt á eftir með öðrum 2-0 sigri á Selfyssingum í dag. Breki Ómarsson skoraði bæði mörk Eyjamanna en fyrra kom á 24. mínútu og það síðara á 65. mínútu.

ÍBV er því í efsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki en á þriðjudag mætir liðið Breiðabliki, í mögulegum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Breiðablik er í öðru sæti með 6 stig. ÍBV er þó með töluvert betri markatölu eða sex í plús á Blika.
Athugasemdir
banner
banner
banner