Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. mars 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér ekki eftir tímanum í Bologna - „Ekki hægt að fá nóg af carbonara"
Því miður ekki aðsend mynd frá Hlyni.
Því miður ekki aðsend mynd frá Hlyni.
Mynd: Getty Images
„Ég bætti mig mikið sem leikmaður og líka andlega - það hjálpaði ógeðslega mikið. Ég sé ekkert eftir tímanum hjá Bologna, virkilega ánægður með þetta," sagði Hlynur Freyr Karlsson sem gekk í vetur í raðir Vals eftir tvö ár og hálft ár á Ítalíu.

Það kom Hlyni á óvart þegar tilboðið kom frá Bologna. „Þetta gerðist virkilega fljótt, hringt viku fyrir gluggalok og mér sagt að þeir vildu kaupa mig. Ég var ekki að búast við þessu, var bara að spila einhvern leik í Íslandsmótinu með 2. flokki Breiðabliks og svo kom þetta upp."

Hlynur var fyrst fenginn á láni frá Blikum en svo nýtti Bologna sér kauprétt og fékk hann alfarið í sínar raðir. „Ég sé alls ekki eftir þessum tíma."

Lífið í Bologna var mjög fínt og eignaðist Hlynur mikið af vinum. En hver er uppáhalds ítalski rétturinn?

„Þetta er erfitt, erfitt að segja ekki carbonara, það er náttúrulega geggjað. Það er eiginlega ekki hægt að fá nóg af því, það er alltof gott."

Viðtalið við Hlyn má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hlynur Freyr: Rétta skrefið að koma heim í meistaraflokksbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner